Fréttir

Vertu sól | Leiðari 44. tbl. Feykis

Kosningar færast óðfluga nær og hjá sumum ríkir töluverð eftirvænting, spenna eða jafnvel þórðargleði en aðrir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir á þessari tík og vildu helst lóga henni.
Meira

Fannst tilvalið þegar hún var 14 ára gömul að sauma skírnarkjól

Fanney Rós er fædd og uppalin á Sauðárkróki og býr í Raftahlíðinni með syni sínum, Sebastían Leó. Fanney Rós vinnur í Árskóla og er umsjónarkennari í 3. bekk.
Meira

Enskunemar sóttu Harry Potter heim

Í vetur lagði hópur nemenda frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra af stað í heillandi ævintýraferð inn í heim enskra bókmennta og breskrar menningar, allt í gegnum linsu hinna ástsælu Harry Potter sagna.
Meira

Nörd sem elskar að spila tölvuleiki

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er oddviti Pírata í Norðvestur kjördæmi. Ugla er frá Stóra-Búrfelli í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Þar sem hún er fædd og uppalin ásamt bræðrum sínum. Hún flutti á Akureyri til að fara í menntaskóla og síðar suður í háskóla. Bjó í Bretlandi um tíma en er núna búsett fyrir sunnan – með annan fótinn heima í sveit. Eins og er þá er hún sjálfstætt starfandi og starfar við fræðslu og ráðgjöf í tengslum við jafnréttismál og sinnir líka fræðslu t.d. hjá Samtökunum ‘78.
Meira

Hressandi að skella sér í sjósund

Ingibjörg Davíðsdóttir er oddviti Miðflokksins frá bænum Arnbjargarlæk í Þverárhlíð í Borgarbyggð, fædd á Akranesi 1970 og á einnig ættir að rekja til Breiðafjarðareyja, Reykhóla og Múla á Barðaströnd. Ingibjörg á eina uppkomna dóttur og á heima í sveitinni og Garðabæ. Hún er sendiherra og stjórnarformaður Íslenska fæðuklasans. Hefur starfað í utanríkisþjónustunni í ríflega 25 ár, meðal annars sem sendiherra Íslands í Noregi, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum ásamt því að starfa í sendiskrifstofum Íslands í Genf, Vínarborg og London. Ingibjörg tók sér leyfi frá utanríkisþjónustunni í fyrra og stofnaði Íslenska fæðuklasann.
Meira

Það sem maður veitir athygli vex og dafnar

Það er margt í mörgu, sagði einhver einhverntímann, og hitti þar mögulega naglann rækilega á höfuðið. Greinarskrifari rak nýlega augun í viðburði í sveitinni sem komu honum svolítið spánskt fyrir sjónir; Kakóstund og 9D BreathWork. Það er Þóra Kristín Þórarinsdóttir frá Frostastöðum í Blönduhlíðinni sem stendur að baki þessum viðburðum. Það var ekkert vit í öðru en að kynna sér málið aðeins og senda Þóru nokkrar spurningar og rétt að byrja á því að spyrja hvað hún sé að gera þessa dagana.
Meira

Ætlaði að verða prestur

Eldur Smári er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og er fæddur á Sauðárkróki í nóvember 1979. Foreldrar hans eru Edda Lilja Hjalta-dóttir, frá Keflavík og Kristinn Jónas Björnsson frá Nýjabæ á Hofsósi. Hann er giftur Stuart Grahame Deville sem fæddur er í Lower Hutt á Nýja-Sjálandi. Þeir giftu sig í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn 2019. Þeir eru barnslausir en miklir dýravinir.
Meira

Afmælisveisla Hvatar er einmitt í dag!

Félagar í Ungmennafélaginu Hvöt á Blönduósi fagna í dag stórafmæli félagsins en í dag eru nákvæmlega 100 ár og tveir dagar frá stofnun þess árið 1924. Af þessu tilefni verður afmælishátíð í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og hefst dagskráin kl. 13:00 og verður margt til gamans gert.
Meira

Eflum ferðaþjónustu í Norðvesturkjördæmi | Heiðdís Rós Eyjólfsdóttir skrifar

Ferðaþjónustan hefur verið ein af leiðandi ástæðum fyrir vaxtaþrótti íslensks samfélags undanfarin ár og eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu hefur vaxið af miklum krafti þótt jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi leitt til ákveðinnar hnignunar. Þrátt fyrir allt hefur fjöldi erlendra ferðamanna á fyrstu níu mánuðum ársins verið lítillega yfir fjölda síðasta árs en fjöldi gistinátta hefur hins vegar dregist saman. Eins og kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofunnar í nóvember er búist við því að fjöldi erlendra ferðamanna haldist stöðugur á næsta ári í 2,3 milljónum.
Meira

Þeir sem að minna mega sín | Jónína Björg Magnúsdóttir skrifar

Okkar minnstu bræður sem að ekki ná að hugsa um sig sjálf sökum fötlunar og munu þurfa einhverskonar aðstoð allt sitt líf eru mér ofarlega í huga. Fyrst og fremst vegna þess að í mínu nærumhverfi eru einstaklingar og ömmubörn sem að munu þurfa á slíkri þjónustu að halda. Ég hef unnið mikið með fötluðum bæði hér heima og þegar að ég bjó í Svíþjóð í 8 ár en þar vann ég á heimili fyrir fjölfatlaða.
Meira